Hyggst ekki gefa kost á sér í embætti forseta

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-iðju og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins.
Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-iðju og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins. mbl.is/Eggert

Björn Snæbjörnsson, formaður Einingar-iðju og fyrrverandi formaður Starfsgreinasambandsins, kveðst ekki vera að íhuga framboð til forseta ASÍ. Þetta staðfestir hann í samtali við mbl.is.

Orðrómur um mögulegt framboð hans hefur verið á kreiki eftir fréttir gærdagsins um að Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son, formaður VR, Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðsfé­lags Akra­ness, hefðu öll dregið fram­boð sín til baka. 

Frétt­irn­ar hafa valdið mikl­um usla og sett þing ASÍ í upp­nám.  

Eins og stendur er Ólöf Helga Adolfsdóttir eini frambjóðandinn í embætti forseta. Samkvæmt dagskrá verður kosið í embættin á þingi ASÍ eftir hádegi í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert