Herjólfur aftur í slipp eftir slipp

Herjólfur III kemur til hafnar í Vestmannaeyjum um helgina.
Herjólfur III kemur til hafnar í Vestmannaeyjum um helgina. mbl.is/Óskar Pétur

Herjólfur IV var ekki fyrr kominn úr slipp en hann var tekinn aftur upp, eftir að í ljós kom ný bilun í skipinu.

„Það er búið að taka skipið aftur upp í slipp og verið að bíða eftir varahlutum sem koma frá Hollandi,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs.

Herjólfur IV átti að hefja áætlunarsiglingar milli lands og Vestmannaeyja um helgina, en bilunin kom í ljós á föstudag. Herjólfur III, sem notaður hefur verið til siglinga á meðan sá nýrri var í slipp, mun því halda áfram að sigla næstu vikurnar.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert