Þrír særðir eftir stunguárás á Bankastræti Club

Lögreglan við störf í miðbæ Reykjavíkur.
Lögreglan við störf í miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Þrír eru særðir hið minnsta og voru fluttir á bráðadeild Landspítala eftir átök á skemmtistaðnum Bankastræti Club í samnefndri götu í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Talið er að um sé að ræða þrjá menn sem hafi verið stungnir. 

Fréttablaðið greindi fyrst frá því í nótt að vitni fyrir utan skemmtistaðinn hafi sé menn ganga inn á staðinn, huldu andlit sín, og hlaupið út skömmu síðar. Mennirnir komust undan á bíl.

Viðbúnaður viðbragðsaðila var mikill á Bankastræti í nótt og voru sjúkrabílar og sérsveitin á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert