Fjórtán hafa verið handtekin en einum sleppt

Einum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu.
Einum hefur verið sleppt úr haldi lögreglu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alls hafa fjórtán verið handtekin í tengslum við stunguárásina á Bankastræti Club, þar á meðal tvær konur. Þau eru öll í kringum tvítugt og upp í þrítugt.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Ellefu karlar og tvær konur eru nú í haldi lögreglu, að því er kom fram í hádegisfréttum RÚV, en einum hefur verið sleppt. Þá gaf einn sig fram við lögreglu í gærkvöldi.

Fleirum verði sleppt í dag

Gert er ráð fyrir að fleirum verði sleppt úr haldi eftir yfirheyrslur í dag, þar á meðal annarri konunni.

Margeir sagði við RÚV að yngsta manneskjan sem var handtekin sé nítján ára og sú elsta um þrítugt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka