Sturlungastyrjöld í undirheimunum

Bankastræti Club.
Bankastræti Club. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þegar það kemur svona flokkur manna minnir þetta mann bara á Sturlungaöldina þegar íbúar héraða herjuðu hverjir gegn öðrum.“ Þetta segir Helgi Gunnlaugsson, prófessor í afbrotafræði við Háskóla Íslands, um stunguárás sem átti sér stað á Bankastræti Club í miðbæ Reykjavíkur á fimmtudagskvöldið.

Eins og greint hefur verið frá strunsuðu 27 grímuklæddir menn inn á skemmtistaðinn á fimmtudagskvöldið og réðust á þrjá unga menn með hnefahöggum og eggvopnum. Eitt fórnarlambanna var til dæmis stungið sjö sinnum. Allir þrír særðust alvarlega. 20 manns hafa verið handteknir en einum sleppt. Nokkurra er enn leitað. Ríkissjónvarpið greindi frá því um helgina að tveir menn, grunaðir um verknaðinn, hefðu flúið land en það er þó enn óstaðfest. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert