Eld- og reyksprengjum kastað á tvö hús

Slökkviliðið var kallað út í tvígang.
Slökkviliðið var kallað út í tvígang. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í tvö útköll upp úr klukkan eitt í nótt, annars vegar vegna eldsprengju sem var kastað á hús í Hafnarfirði og hins vegar reyksprengju sem var kastað inn um rúðu í Fossvogi.

Í báðum tilfellum var um einbýlishús að ræða, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu.

Enginn eldur kviknaði í fyrra tilfellinu og var slökkviliðinu því snúið við, en í því síðara þurfti að reykræsta. Lögreglan mætti á vettvang vegna beggja málanna.

Spurður sagðist varðstjórinn ekki vita hvort atvikin tengdust á einhvern hátt árásinni á Bankastræti Club í síðustu viku, en hótarnir hafa gengið á milli stríðandi hópa.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka