Myndskeið: Bensínsprengju kastað á glugga

Í myndskeiði sem mbl.is hefur borist má sjá þegar bensínsprengju er kastað á glugga á fjölbýlishúsi.

Líklegt er að árásin tengist deilum vegna stunguárásarinnar í Bankastræti Club í síðustu viku. Árásin átti sér stað um eittleytið í nótt, og líklegt þykir, þó það hafi ekki fengist staðfest, að einstaklingar sem tengist árásinni hafi tekið upp myndskeiðið. 

Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn greindi frá því fyrr í vikunni að bensínsprengju hafi verið kastað á heimili einstaklings sem tengdist málinu.

Í nótt var eld- og reyksprengjum kastað á tvö einbýlishús, að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Eldur kviknaði ekki í fyrra tilfellinu en reykræsta þurfti síðara húsið eftir að reyksprengjan fór þangað inn.

Úr myndskeiðinu
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka