Reyksprengju var kastað inn á skemmtistaðinn Paloma við Naustina í miðbæ Reykjavíkur í nótt.
Varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir að rúða hafi verið brotin og nokkurn reyk hafi lagt þar út.
Hann telur að enginn hafi verið inni á staðnum er atvikið átti sér stað.
Í gærnótt var tveimur eld- og reyksprengjum kastað í hús, annars vegar í Hafnarfirði og hins vegar í Fossvogi.
Líklegt er að árásin tengist deilum vegna stunguárásarinnar í Bankastræti Club í síðustu viku.