Skemmtistaðafulltrúar fjarverandi

Frá miðbæ Reykjavíkur.
Frá miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Full­trú­ar Sam­taka reyk­vískra skemmti­staða voru boðaðir á fund mann­rétt­inda- og of­beld­is­ráðs Reykja­vík­ur­borg­ar, sem fer fyr­ir sam­komu­lagi þeirra og lög­gæsluaðila um of­beld­is­lausa og ör­ugga skemmti­staði, sem und­ir­ritað var í apríl síðastliðnum. Eng­inn frá sam­tök­un­um sat fund­inn en þar var bókað að þörf væri á sam­hæfðum aðgerðum stjórn­valda til þess að taka fast á of­beld­is­glæp­um á skemmtistöðum í Reykja­vík.

Reykja­vík­ur­borg frestaði til­lögu Sjálf­stæðis­flokks­ins þess efn­is að boða lög­regl­una á höfuðborg­ar­svæðinu á sinn fund til þess að ræða fjölg­un of­beld­is­glæpa að und­an­förnu. Kjart­an Magnús­son, borg­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins, seg­ir aðspurður að sam­komu­lagið eitt og sér hafi ekki virkað til þess að draga úr of­beldi í miðbæn­um.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert