Skemmtistaðafulltrúar fjarverandi

Frá miðbæ Reykjavíkur.
Frá miðbæ Reykjavíkur. mbl.is/Ari

Fulltrúar Samtaka reykvískra skemmtistaða voru boðaðir á fund mannréttinda- og ofbeldisráðs Reykjavíkurborgar, sem fer fyrir samkomulagi þeirra og löggæsluaðila um ofbeldislausa og örugga skemmtistaði, sem undirritað var í apríl síðastliðnum. Enginn frá samtökunum sat fundinn en þar var bókað að þörf væri á samhæfðum aðgerðum stjórnvalda til þess að taka fast á ofbeldisglæpum á skemmtistöðum í Reykjavík.

Reykjavíkurborg frestaði tillögu Sjálfstæðisflokksins þess efnis að boða lögregluna á höfuðborgarsvæðinu á sinn fund til þess að ræða fjölgun ofbeldisglæpa að undanförnu. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir aðspurður að samkomulagið eitt og sér hafi ekki virkað til þess að draga úr ofbeldi í miðbænum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert