Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Lögreglan mun ekki slaka á viðbúnaði í miðborginni eftir helgina, sem var mun meiri en vant er.
„Þetta verður enn þá í gangi næstu daga og síðan verður staðan endurmetin,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Það muni að minnsta kosti verða út næstu helgi.
Grímuklæddur maður sem stakk í dekk í nágrenni við miðbæinn var handtekinn á föstudagskvöld og færður í fangageymslu um miðnætti. Mögulegt er að atvikið tengist öðrum þeirra hópa sem eiga í deilum og tengjast hnífstunguárásinni á Bankastræti Club, að sögn Ásgeirs. „Seinna um nóttina var maður rændur í austurbænum í Reykjavík. Það var fólk sem tengdist öðrum hópnum sem var þarna á fimmtudaginn að vesenast,“ segir Ásgeir.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.