Sakborningarnir fimm sem voru ákærðir vegna hoppukastalaslyssins á Akureyri sumarið 2021 neituðu allir sök fyrir héraðsdómi í dag. RÚV greinir frá.
Fjögur börn slösuðust mikið þegar hoppukastalinn tókst á loft, þar á meðal ung stúlka sem mun berjast við hreyfihömlum og málerfiðleika alla sína ævi.
Rannsókn á slysinu leiddi í ljós að hoppukastalinn hefði ekki verið nógu vel festur við jörðu og voru fimm í kjölfarið ákærðir fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi, þar á meðal Heimir Örn Árnason, forseti bæjarstjórnar á Akureyri.
Í umfjöllun RÚV kemur fram að verjendur sakborninganna hafi allir sagst ætla að fara fram á frávísun málsins fyrir hönd sinna umbjóðenda. Kröfur þeirra verða teknar fyrir í Héraðsdómi Norðurlands eystra 1. mars.