Hoppukastalamálið fyrir dóm

Hoppukastalinn var settur upp við Skautahöllina á Akureyri.
Hoppukastalinn var settur upp við Skautahöllina á Akureyri. Morgunblaðið/Margrét Þóra

Svo­kallað hoppu­kastalamál verður tekið til efn­is­legr­ar meðferðar hjá Héraðsdómi Norður­lands eystra. Verj­end­ur sak­born­inga höfðu kraf­ist frá­vís­un­ar í mál­inu.

Verj­end­ur kynntu rök sín fyr­ir frá­vís­un síðastliðinn fimmtu­dag. Dóm­ari úr­sk­urðaði um kröf­una síðdeg­is í dag og var niðurstaðan sem fyrr seg­ir að málið verður tekið til efn­is­legr­ar meðferðar.

Verj­end­ur hafa frest til 5. apríl til að skila grein­ar­gerð í mál­inu, kjósi þeir svo.

Þrjú börn bein­brotnuðu þegar hluti hoppu­kastal­ans tókst á loft og það fjórða hlaut al­var­lega höfuðáverka og bein­brot. Hef­ur komið fram í fjöl­miðlum að fjórða barnið muni hugs­an­lega aldrei ná full­um bata.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert