Fótspor á sögufrægum slóðum

Jarðfræðingurinn Birgir Vilhelm Óskarsson hefur rannsakað fótspor í Surtsey sem …
Jarðfræðingurinn Birgir Vilhelm Óskarsson hefur rannsakað fótspor í Surtsey sem talið er að hafi myndast fyrir 1970. Ljósmynd/Birgir Vilhelm Óskarsson

Jarðfræðingurinn Birgir Vilhelm Óskarsson hefur rannsakað fótspor í Surtsey sem talið er að hafi myndast fyrir 1970 en sérstakar aðstæður í Surtsey eftir goslok gerðu það að verkum að þau hurfu ekki í tímans rás.

„Það fundust steingerð fótspor í Surtsey eða öllu heldur för eftir stígvél og gönguskó þótt við köllum þetta fótspor. Fyrst voru menn ekki vissir um hvort þetta væru fótspor eða eitthvað annað. Ég fór þarna árið 2019 og myndaði sporin. Ég fór aftur 2021 en þá var steingervingafræðingur með mér sem víða hefur kortlagt risaeðlufótspor. Í þeirri ferð fundum við fleiri slóðir þar sem voru yfir þrjátíu fótspor. Mörg þeirra vel varðveitt og falleg. Í heild höfum við fundið fimm slóðir og fjörutíu og átta spor.“

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í gær.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert