Niceair tekið til gjaldþrotaskipta

Niceair sinnti beinu millilandaflugi til og frá Akureyri og starfaði …
Niceair sinnti beinu millilandaflugi til og frá Akureyri og starfaði undir flugrekstrarleyfi HiFly. mbl.is/Þorgeir Baldursson

Niceair verður tekið til gjaldþrotaskipta. Í fréttatilkynningu frá stjórn Niceair segir að félagið hafi orðið fyrir miklum skakkaföllum vegna vanefnda flugrekstraraðilans HiFly sem urðu þess valdandi að Niceair hafði ekki lengur flugvél til umráða.

Niceair starfaði undir flugrekstrarleyfi HiFly.

Óviðráðanlegar ástæður

„Þetta voru á allan máta óviðráðanlegar ástæður. Þessi málalok eru sérlega sorgleg þar sem góðar forsendur voru til staðar og reynslan hafði sýnt að rekstrargrundvöllur væri fyrir beinu millilandaflugi um Akureyri,“ segir í yfirlýsingu.

„Við hörmum þann skaða sem af þessu hlýst hjá viðskiptavinum félagsins, starfsfólki, birgjum og öðrum sem verða fyrir áhrifum. Allar kröfur munu fara í sinn lögformlega farveg.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert