Samgönguvísitala hefur hækkað um 30%

Sigurður Ingi Jóhannsson á hótel Nordica í dag.
Sigurður Ingi Jóhannsson á hótel Nordica í dag. mbl.is/Hákon

Samgönguvísitala hefur hækkað um 30% frá því að samgöngusáttmálinn var staðfestur árið 2019. Til greina kemur að lengja tímalínu sáttmálans um fimm til sjö ár að mati Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra.

Sig­urður Ingi kynnti í dag þings­álykt­un­ar­til­lög­u um nýja samgönguáætlun á Hót­el NordicaÍ þings­álykt­un­ar­til­lög­unni, sem nær frá ár­inu 2024 til 2038, er farið um víðan völl.

Hluti tillagna í samgönguáætluninni er settur fram með fyrirvara um niðurstöðu starfshópa og nefnda. Þar á meðal er settur fyrirvari á niðurstöður viðræðuhóps um samgönguáætlun, en viðbúið er að niðurstöður vinnunnar muni hafa áhrif á framkvæmdatöflu samgöngusáttmála. 

Mikilvægt að fara yfir forgangsröðunina

Blaðamaður mbl.is spurði Sigurð Inga hvað fælist í fyrirvörum um nýja samgönguáætlun í samhengi við endurskoðun á samgöngusáttmálanum. Nefndi Sigurður Ingi þá að „samgönguvísitala hefur hækkað um 30% á þessum árum og allt þar af leiðandi orðið dýrara, það er mikilvægt að átta sig á því.“

Samgöngusáttmálinn var staðfestur árið 2019. 

Þá hafa verkefni þróast og vaxið í umfangi að sögn Sigurðar Inga, nefndi hann til að mynda að „sæbrautarstokkur var upphaglega mislæg gatnamót með einhverju smá en er í dag orðin mjög stór framkvæmd“. 

Því segir Sigurður Ingi mikilvægt að fara yfir forgangsröðunina, hvað hlutir kosta og framkvæmdatöflur þar af leiðandi. Í því samhengi segir hann jafnframt koma til greina að lengja tímalínu sáttmálans.

Sáttmálinn var samþykktur árið 2019 og átti framkvæmdum að vera lokið árið 2033. Sigurður Inga segir „fullkomlega eðlilegt að tala um fimm ár, jafnvel sjö ár til viðbótar“ en að það fari þó eftir því hversu mörg verkefni verða þar inni. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert