Myndir úr glæsilegu safni Sigurgeirs

Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

Hálf öld er liðin frá eldgosinu á Heimaey og sextíu ár frá gosinu þegar Surtsey myndaðist.

Framundan er hin árlega goslokahátíð í Vestmannaeyjum sem haldin verður 3.-9. júlí og verður með stærra sniði en oft áður á þessum tímamótum

Fyrsta goslokahátíðin í Eyjum 3. júlí 1974.
Fyrsta goslokahátíðin í Eyjum 3. júlí 1974. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson


 Sigurgeir Jónasson, sem myndaði fyrir Morgunblaðið í liðlega sextíu ár, festi báða þessa sögulegu atburði á filmu og er enn til frásagnar. Rætt er við Sigurgeir í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins. 

Valgeir Sigurðsson, matreiðslumeistari, steikir á hrauninu í Vestmannaeyjum 12. mars …
Valgeir Sigurðsson, matreiðslumeistari, steikir á hrauninu í Vestmannaeyjum 12. mars 1973. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson

„Ég var reyndar svo heppinn að hafa svigrúm til að stunda þessa óvenjulegu iðju að vera ljósmyndari á vettvangi. Yfirmaður minn hafði skilning á þessu og kunningi minn leysti mig stundum af í vinnunni.  Ég reyndi að fara á milli atburða í bænum eins og ég gat. Stundum gat maður farið á bíl en stundum þurfti maður að treysta á fæturna. Þá kom sér vel að vera ungur og hraustur en þarna var ég um þrítugt,“  segir Sigurgeir meðal annars í Sunnudagsblaðinu en hann fæddist 19. september 1934. 

Sigurgeir með myndavélina á vettvangi sögulegra atburða.
Sigurgeir með myndavélina á vettvangi sögulegra atburða. Ljósmynd/Ljósmyndasafn Vestmannaeyja.

Hér fylgja nokkrar myndir úr glæsilegu myndasafni Sigurgeirs en aðrar myndir jafnvel enn frægari myndir birtust í Sunnudagsblaðinu. Sigurgeir telur að ljósmyndir eftir sig séu á bilinu 4-5 milljónir en Ljósmyndasafnið í Vestmannaeyjum varðveitir safnið. 

Búslóð bjargað á Heimaey árið 1973.
Búslóð bjargað á Heimaey árið 1973. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Eldgosið á Heimaey.
Eldgosið á Heimaey. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Sjómenn við veiðarog vinnslu. Meðan á Surtseyjargosinu stóð fór Sigurgeir …
Sjómenn við veiðarog vinnslu. Meðan á Surtseyjargosinu stóð fór Sigurgeir fleiri en eitt hundrað ferðir með bát að mynda Surtsey þótt sjóveikur væri. Samferðamenn hafa giskað á 130 ferðir. Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert