Vinna með hvenær, ekki hvort

Almannavarnir búa sig undir eldsumbrot.
Almannavarnir búa sig undir eldsumbrot. mbl.is/Eyþór

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, spjallaði við mbl.is um leið og fundi þeirra með öllum helstu viðbragðsaðilum lauk. Hún segir tóninn núna þann það er ekki er spurt hvort eldgos hefst heldur hvenær.

Fundurinn í dag var helst til þess að allir hefðu sömu upplýsingar. Er unnið út frá þeirri mynd að gos komi upp á milli Fagradalsfjalls og Keilis. Hjördís segir það góða í málinu að líklega verði hægt að nota alla þá innviði sem búið er að byggja upp á svæðinu, svo sem göngustíga og bílastæði.

Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna.
Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Almannavarna.

Verra ef gýs norðar

Til verri vegar myndi horfa ef gosið verður mikið norðar, því þá koma innviðirnir að litlum notum. Til dæmis séu vegir þar aðeins færir stórum bílum.

Hún segir það líka vinna okkur í haginn, að reynsla sé kominn meðal ferðamanna eftir tvö undangengin gos. Fólk þekki aðstæður betur og viti hvernig á að undirbúa sig ef ganga á að gosstöðvum.

Tilbúin að koma úr sumarfríi

Hún segir lögreglu og björgunarsveitir í startholunum komi til eldsumbrota. Margir viðbragðsaðilar eru í sumarfríi þessa stundina eins og aðrir landsmenn.

Enginn hafi stytt frí sitt enn sem komið er en margir tilbúnir til þess ef á reynir. Hjördís segir flesta sem sinni slíkum störfum skilja vel að slíkt geti gerst með litlum fyrirvara og séu tilbúnir til að bregðast við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert