Hyggjast taka 1,3 milljarða króna lán

Um er að ræða lántöku í gegnum lánalínu sem Landsbankinn …
Um er að ræða lántöku í gegnum lánalínu sem Landsbankinn hf. hyggst veita sveitarfélaginu. mbl.is/Sigurður Bogi

Bæjarráð Árborgar samþykkti samhljóða í morgun lántöku sveitarfélagsins að fjárhæð 1,37 milljarða til tveggja ára. Yrði lánið tekið til að fjármagna sveitarfélagið í gegnum eignir sem eru í söluferli.

Lánið yrði tryggt með 1. veðrétti í fasteignum við Tryggvagötu og Björkurstykki, að því er fram kemur í fundargerð frá því í morgun.

Hefur Fjólu St. Kristinsdóttur bæjarstjóra verið veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess að undirrita lánssamning við Landsbankann og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar sem tengjast lántöku og veðsetningu eignanna.

„Um er að ræða lántöku í gegnum lánalínu sem Landsbankinn hf. hyggst veita Sveitarfélaginu Árborg að fjárhæð kr. 1.375 milljónir króna til 2 ára, í samræmi við lánstilboð sem liggur fyrir fundinum. Samhliða fari fram lækkun yfirdráttarheimildar sveitarfélagsins úr 750 m. kr. í 400 m. kr. Til tryggingar láninu standa þrjár fasteignir sveitarfélagsins, aðrar en þær eignir sem sveitarfélagið á og eru nauðsynlegar til að lögboðin verkefni sveitarfélagsins verði rækt, sbr. 1. mgr. 67. og 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011,“ segir í fundargerðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert