Fyrirtaka í Bankastræti Club-málinu lauk nú á öðrum tímanum í Héraðsdómi Reykjavíkur. 25 sakborningar taka afstöðu til sakargifta í kjölfar stungurárásar þegar hópur manna réðst inn á skemmtistaðinn í mars.
Einn sakborninga, sem hafði áður viðurkennt að hafa stungið þrjá inni á skemmtistaðnum, breytti afstöðu sinni hvað varðar eina af stunguárásunum. Nú viðurkennir hann að hafa stungið tvo mannanna en neitar því að hafa stungið þann þriðja. Í þessum tveimur tilvikum játar hann stórfellda líkamsárás en neitar því að um tilraun til manndráps hafi verið að ræða.
Heldur fámennt var í dómsal ef tekið er mið af umfangi málsins þar sem alls átta lögmenn mættu fyrir hönd skjólstæðinganna 25. Voru nokkrir þeirra með fleiri en einn á sínum snærum. Eins var dæmi um að enginn lögmaður væri viðstaddur til að fyrir hönd skjólstæðings.
Tilgangur fyrirtökunnar í dag snéri einungis að gagnaframlagningu. Meðal annars var lagt fram geðmat á þeim einstaklingi sem gefið er að sök hafa stungið mennina þrjá inni á skemmtistaðnum. Matsmaður taldi hins vegar manninn sakhæfan og útilokar því ekki að refsing geti komið að gagni í málinu.
Þá kom fram að einn hinna ákærðu breytti afstöðu til sakargifta og neitar nú sök þegar kemur að árás að einum einstaklingi í málinu.
Mennirnir eru sagðir hafa ruðst grímuklæddir inn á Bankastræti Club og veist þar að þremur mönnum í mars.
Einn þeirra hafði viðurkennt að hafa stungið mennina þrjá en neitar nú sök í einu tilfellinu.
Hinir tíu eru sagðir hafa veist að þremenningunum með hnefahöggum og spörkum og einn þeirra er sagður hafa notað kylfu í árásinni.
Fjórtán til viðbótar eru ákærðir fyrir hlutdeild í árásinni með því að hafa ruðst grímuklæddir inn á skemmtistaðinn, verið inn í húsnæðinu á meðan árásinni stóð og verið þannig ógnun við mennina þrjá. Þannig hafi þeir veitt árásarmönnunum liðsinni í verki.
Mennirnir þrír sem ráðist var á krefjast þess að hópurinn verði dæmdur til að greiða þeim samtals 15 milljónir í bætur.