Hraunið rennur enn og óróinn er stöðugur

Eldgosið hefur breyst mikið frá því að byrjaði að gjósa …
Eldgosið hefur breyst mikið frá því að byrjaði að gjósa 10. júlí en lítil breyting var á því í nótt. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hraunið úr eldgosinu við Litla-Hrút virðist enn renna til suðurs og gosóróinn hefur verið stöðugur í nótt, að sögn Sigríðar Kristjánsdóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands.

„Óróinn er búinn að vera mjög stöðugur í nótt. Það hækkaði svolítið í gærmorgun og er búinn að vera aðeins hærri. Okkur fannst eins og það væri kannski meiri virkni í gígnum en það er svolítið erfitt að bera það saman á vefmyndavélunum,“ segir Sigríður í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert