Umferðin aukist til muna á flugvellinum

Umtalsverð aukning hefur orðið á umferð um Reykjavíkurflugvöll og þá ekki síst þyrluumferð, en aukningin er rakin til eldgossins við Litla-Hrút á Reykjanesskaga.

Hafa íbúar í nágrenni flugvallarins kvartað m.a. á samfélagsmiðlum yfir ónæði af þessum sökum. Eru flugtök og lendingar þyrlna sögð hafa skipt hundruðum undanfarna daga.

Mikil ásókn er í útsýnisflug yfir gosstöðvarnar og þá ekki síst frá erlendum ferðamönnum sem fýsir mjög að berja gosið augum enda er þar á ferðinni mikið sjónarspil.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert