Aðalmeðferð í Bankastræti Club málinu

Lögreglan sér til þess að allt fari vel fram.
Lögreglan sér til þess að allt fari vel fram. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag hefst aðalmeðferð í hinu svokallaða Bankastræti Club máli. Sú óvenjulega staða er uppi að Héraðsdómur Reykjavíkur er of lítill sökum þess að á þriðja tug eru ákærðir fyrir sinn þátt í málinu. Þar á meðal einn fyrir tilraun til manndráps. 

Til stóð að aðalmeðferð færi fram 25. til 29. september. Sigríður Hjaltested héraðsdómari greindi hins vegar frá því við fyrirtöku að dómurinn hefði óskað eftir því að hafa salinn í Gullhömrum

Mun aðalmeðferð yfir 25 sakborningum þar með fara fram dagana 25. til 29 september og 2. og 3. október, mánudag og þriðjudag. Verður málflutningur því eftir helgina.

Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu hefst í dag.
Aðalmeðferð í Bankastrætis Club málinu hefst í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert