Gul viðvörun í fyrramálið

Gul viðvörun tekur gildi í fyrramálið.
Gul viðvörun tekur gildi í fyrramálið. Skjáskot/Veðurstofan

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna veðurs fyrir Breiðafjörð og Vestfirði.

Viðvörunin tekur gildi klukkan 6 í fyrramálið og verður í gildi til miðnættis.

Spáð er norðaustanátt 13-20 m/s með mjög hvössum vindhviðum, einkum við fjöll, að því er segir á vef Veðurstofunnar.

Varað er við því að aka um á ökutækjum sem taka á sig mikinn vind og er fólk hvatt til að sýna aðgát og ganga frá lausum munum.

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert