Vildu að sakborningar gætu hlustað á framburð annarra

Einn lögmanna vildi að hinir ákærðu gætu hlustað hver á …
Einn lögmanna vildi að hinir ákærðu gætu hlustað hver á annan. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nokkrir lögmenn í Bankastræti Club-málinu hafa gert athugasemd við það það að sakborningar megi ekki sitja i salnum á meðan skýrslutökur fara fram. Sigríður Hjaltested, dómari í málinu virtist hvumsa yfir þessum athugasemdum. 

Ómar R. Valdimarsson, einn lögmanna í málinu, gerði athugasemdina og tóku aðrir undir. Kröfðust þeir úrskurðar vegna þessa. Gera þeir það á þeim forsendum að ekki sé um lokað þinghald að ræða. 

Hlé var gert á þinghaldinu og á meðan athugasemdin var tekin til skoðunar. Sigríður tók málið til skoðunar og hafnaði kröfu um úrskurð vegna þessa. Hún telur að ákvörðun dómara sé nægjanleg en ekki þurfi úrskurð vegna þessa. 

Ómar benti hins vegar á sambærilegan úrskurð úr Landrétti frá janúar á þessu ári. En Sigríður tók ekki tillit til þess á þeim forsendum að ákærðu gætu þurft að gefa skýrslu oftar en einu sinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert