Norskir laxakafarar mættir til landsins á nýjan leik

Norskur laxakafari í Víðidalsá.
Norskur laxakafari í Víðidalsá. mbl.is/Eggert Skúlason

Eltingarleikur við norska eldislaxa sem sloppið hafa úr sjókvíaeldi við strendur Íslands hófst á nýjan leik í gær. Þúsundir laxa hafa sloppið úr sjókvíum eldisfyrirtækja og m.a. gengið upp íslenskar laxveiðiár til hrygningar. Markmiðið er að takmarka áhrif norsku laxanna á villta íslenska laxastofninn og takmarka skaðlega erfðablöndun stofnanna.

Fiskistofa fékk tvö norsk fyrirtæki til að elta strokulaxana uppi, Skand Nat og Norse. Það fyrra lauk hreinsunarstörfum í síðustu viku með takmörkuðum árangri en kafarar sem létu sig reka niður valinkunnar laxveiðiár náðu aðeins að fanga 31 eldislax með skutulbyssum sínum. Það seinna hóf aðgerðir í gær í Víðidalsá.

Kafað var á lykilveiðistöðum árinnar og sást til fimm ætlaðra eldislaxa. Aðeins náðist að skutla einn. Fyrsti eldislaxinn sem sást til var í Silungabakka en hann komst undan. Fjórir kafarar munu skyggna hylji í fjölda íslenskra laxveiðiáa næstu dagana ásamt starfsmönnum frá Hafrannsóknastofnun og Fiskistofu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert