Kvöddu Gullhamra í dag og málið dómtekið

Dómur í Bankastræti Club-málinu mun liggja fyrir innan fjögurra vikna.
Dómur í Bankastræti Club-málinu mun liggja fyrir innan fjögurra vikna. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðalmeðferð í hinu svokallaða Bankastræti Club-máli lauk í Gullhömrum síðdegis í dag. Ómar R. Valdimarsson, einn verjenda í málinu, væntir þess að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.

Ákæruvaldið í málinu hefur farið fram á átta ára fangelsisdóm að lágmarki yfir Alexander Mána Björnssyni vegna hnífaárásar gegn þremur fórnarlömbum sem átti sér stað á Bankastræti Club í október á síðasta ári. 

Málið hefur ákveðna sérstöðu, en í því eru 25 með stöðu sakbornings, að Alexander Mána meðtöldum. Af þeim eru tíu ákærðir fyrir alvarlega líkamsárás og 14 fyrir hlutdeild í árásinni. 

Aðalmeðferð málsins fór fram í Gullhömrum.
Aðalmeðferð málsins fór fram í Gullhömrum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dró játningu sína til baka

Þá dró til tíðinda á næstsíðasta degi í Gullhömrum í gær þar sem aðalmeðferð málsins fer fram þegar Alexander Máni, sem ákærður er fyrir tilraun til manndráps, dró játningu sína til baka rétt áður en málflutningur saksóknara átti að hefjast í málinu. 

Í kjölfar þess að Alexander dró játningu sína til baka þurfti að efna til hlés í Gullhömrum og lýsti Sigríður Hjaltested, dómari í málinu, yfir óánægju sinni í garð vinnubragða Ómars Valdimarssonar, lögmanns Alexanders Mána. 

25 eru með stöðu sakbornings í málinu og var því …
25 eru með stöðu sakbornings í málinu og var því margt um manninn í aðalmeðferð málsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir óvæntar tafir á málflutningi í gær tókst þó að ljúka meðferð málsins í dag. Hefur dómari nú fjórar vikur til þess að kveða upp dóm yfir þeim sem að stunguárásinni á Bankastræti Club komu. 

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert