„Allt á fullu við rannsóknina“

Bátavogur í Reykjavík.
Bátavogur í Reykjavík. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allt er á fullu við rannsókn lögreglunnar á máli konu sem er grunuð um að hafa ráðið karlmanni bana í Bátavogi í Reykjavík í síðasta mánuði.

Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Það er verið að fara yfir gögn og afla gagna. Það er allt á fullu við rannsóknina,” segir Ævar Pálmi um ganginn á rannsókninni.

„Það hefur mikil vinna farið fram og það er mikil vinna framundan.”

Maðurinn sem lést er á sextugsaldri en konan sem er í haldi er um fertugt. Hún var í gær úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald til 18. október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert