Fyrirtöku í Sæmarksmáli frestað

Skattalagabrotin tengjast fiskútflutningsfyrirtækinu Sæmarki.
Skattalagabrotin tengjast fiskútflutningsfyrirtækinu Sæmarki. mbl.is/Hákon

Fyrirtöku í Sæmarksmálinu svokallaða var frestað til 16. október. Til stóð að einn sakborninga myndi taka afstöðu til sakargifta í Héraðsdómi Reykjaness upp úr hádegi í dag. Hann komst aftur á móti ekki fyrir dóminn að þessu sinni. Þótti hann hafa lögmæta afsökun fyrir fjarveru sinni.

Þrír karl­menn eru ákærðir af embætti héraðssak­sókn­ara fyrir stór­fellt skatta­laga­brot sem teng­ist rekstri fiskút­flutn­ings­fyr­ir­tæk­is­ins Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urðum ehf. á ár­un­um 2010 til 2017.

Sigurður þegar neitað sök

Eig­andi og fram­kvæmda­stjóri Sæ­marks er Sig­urður Gísli Björns­son. Hann hefur þegar neitað sök fyrir dómi. Hann er ákærður fyr­ir að hafa kom­ist hjá því að greiða tæp­leg hálf­an millj­arð í skatta eft­ir að hafa tekið tæp­lega 1,1 millj­arð út úr rekstri fé­lags­ins og komið fyr­ir í af­l­ands­fé­lög­um sem hann átti.

Þá er hann einnig sagður hafa kom­ist hjá því að greiða sam­tals yfir 100 millj­ón­ir í skatta í tengsl­um við rekst­ur Sæ­marks með því að hafa van­fram­talið tekj­ur fé­lags­ins og launa­greiðslur starfs­manna upp á sam­tals 1,1 millj­arð og þar með kom­ist hjá því að greiða 81,8 millj­ón­ir í trygg­inga­gjald.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert