Lögfræðingar eiga að kunna lögin

Þorsteinn Einarsson lögmaður ásamt Sigurði Gísla Björns­syni, fyrr­ver­andi eig­anda og …
Þorsteinn Einarsson lögmaður ásamt Sigurði Gísla Björns­syni, fyrr­ver­andi eig­anda og fram­kvæmda­stjóra Sæ­marks-Sjáv­ar­af­urða, í Héraðsdómi Reykjaness. Sigurður er ákærður ásamt tveim­ur öðrum mönn­um í stór­felldu skatta­laga­broti sem teng­ist rekstri fyrirtækisins á ár­un­um 2010 til 2017. mbl.is/Hákon

Lögmaður í Sæmarksmálinu telur líklegt að málinu verði vísað frá dómi vegna vanhæfis rannsóknarmanns skattrannsóknarstjóra. Hann segir málið einstakt og undrast vinnubrögð rannsóknarmannsins.

Mjög sérstakt mál

„Rannsóknin varðar að hluta til verkefni og athafnir sem þessi rannsóknarmaður kom að sem lögmannsfulltrúi á lögmannsstofu. Nálægð hans við þau rannsóknarefni er alltof mikil. Það er skylda rannsóknarmanns sjálfs að vekja athygli á sínu vanhæfi ef hann telur það vera fyrir hendi. Mér sýnist að í þessu máli hafi rannsóknarmaðurinn ekki vakið athygli yfirmanna sinna á því og óskað eftir því að annar tæki við keflinu, sem hefði verið rétta leiðin,“ segir Þorsteinn Einarsson, lögmaður Sigurðar Gísla Björnssonar, í samtali við Morgunblaðið.

Í frávísunarkröfunni er bent á ýmis dómafordæmi, en þau varða öll vanhæfi dómara. Þorsteinn segist ekki muna eftir að hafa rekist á dóma sem snúa að vanhæfi rannsóknarmanns, en sömu reglur gildi um hæfi dómara og rannsóknarmanna.

„Þetta er mjög sérstakt og fátítt, en lögum samkvæmt gilda sömu reglur um hæfi rannsóknarmanns og hæfi dómara,“ segir Þorsteinn.

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert