Engar óyggjandi niðurstöður í hoppukastalamáli

Hoppukastalaslys varð 1. júlí árið 2021.
Hoppukastalaslys varð 1. júlí árið 2021. mbl.is/ Margrét Þóra Þórsdóttir

Eng­ar óyggj­andi niður­stöður liggja fyr­ir um það hvort nægj­an­lega marg­ar fest­ing­ar hafi verið notaðar og þá hvort vind­hraði hafi verið of mik­ill þegar hoppu­kastala­slys varð á Ak­ur­eyri 1. júlí 2021 en 10 börn slösuðust þegar vind­hviða lyfti kast­al­an­um.  

Þetta kem­ur fram í mats­gerð dómskvaddra mats­menn sem voru fengn­ir til að svara nokkr­um spurn­ing­um um fest­ing­ar og veðurfar um­rædd­an dag. Var það hlut­verk mats­mann­anna að svara spurn­ing­um um það hvort kast­al­inn hefði verið nægj­an­lega vel fest­ur sem og hvort veðurfars­leg­ar aðstæður með til­liti til vinds hafi verið á þann veg að ekki hafi verið óhætt að setja kast­al­ann upp.

Nokk­ur atriði liggja fyr­ir 

Nokk­ur atriði þykja þó liggja fyr­ir varðandi um­rædd­an dag. Eng­ar leiðbein­ing­ar voru til staðar frá fram­leiðanda um þann fjölda fest­inga sem bar að nota til að festa kast­al­ann. Mat mats­manna er að 54 fest­ing­ar hefði þurft til. Óljóst er hve marg­ar fest­ing­ar voru notaðar til að festa kast­al­ann en við skoðun lög­reglu á einni lang­hlið kast­al­ans eft­ir slysið má sjá að 14 fest­ing­ar voru notaðar á þá hlið. Þykir það full­nægj­andi ef miðað er við mat mats­manns. Þannig hafi átt að vera með 14 fest­ing­ar á tveim­ur hliðum en 13 á öðrum tveim­ur. 

Vind­hviður snarp­ari en staðlar leyfa

Þá þykir lík­legt að vind­hviður hafi verið snarp­ari en staðlar um notk­un á hoppu­kastal­an­um gera ráð fyr­ir.  

Sam­kvæmt stöðlum má vind­ur ekki fara yfir 10,56 m/​sek þegar kast­al­inn er notaður og var eitt af viðfangs­efn­um veður­fræðings að meta hvort vind­hraði hafi farið yfir 10,7 m/​sek. Fram kem­ur að þenn­an dag hafi vind­hraði al­mennt verið und­ir 10 metr­um á sek­úndu á svæðinu. Byggt á grein­ing­um úr gögn­um á vind­mastri Isa­via við flug­brautar­enda á Ak­ur­eyr­arflug­velli þykir hins veg­ar lík­legt að vind­hviður hafi farið yfir yfir 10,7 metra á sek­úndu um­rædd­an dag. 

„Ekki er hægt að horfa til veður­at­hug­anna eða veður­spáa á fjar­læg­um (eða jafn­vel nær­liggj­andi) veður­stöðvum til að spá fyr­ir um eða áætla staðbundið vindafar á ákveðnu svæði,“ seg­ir enn­frem­ur í dómn­um.  

Fjöldi barna að leik 

Fimm eru ákærðir í mál­inu. Sam­kvæmt ákær­unni settu sak­born­ing­ar upp 1.600 fer­metra hoppu­kast­ala á Ak­ur­eyri sum­arið 2021 „án þess að festa hann nægi­lega við jörð“ og án þess að fylgj­ast „nægi­lega með þeim fest­ing­um sem þó voru fyr­ir hendi“. Af­leiðing­in hafi verið að fimmtu­dag­inn 1. júlí losnaði eitt horn kast­al­ans og fauk upp í margra metra hæð og lagðist yfir sjálft sig en fjöldi barna hafi þá verið við leik í hon­um. 

Mats­gerðin var unn­in í sam­ræmi við úr­sk­urð Lands­rétt­ar sem snéri við úr­sk­urði héraðsdóms sem hafði hafnað beiðni verj­anda um end­ur­mat á gögn­um máls­ins. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert