Hafa rætt við á þriðja tug manns

Rannsókn málsins miðar vel.
Rannsókn málsins miðar vel. mbl.is/Kristinn Magnússon

Skýrslutökum lögreglunnar vegna rannsóknar á andláti karlmanns á sextugsaldri í fjölbýlishúsi í austurborginni er að langmestu leyti lokið.

Að sögn Eiríks Valbergs, lögreglufulltrúa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur lögreglan rætt við vel yfir 20 manns í tengslum við málið. Ekkert af þessu fólki varð þó vitni að dauðsfallinu, heldur hafði það ýmist verið áður í íbúðinni, eða eru nágrannar, vinir eða tengdir aðilar.

Verður tímafrek rannsókn 

Eiríkur segir rannsókn málsins miða mjög vel en beðið er eftir gögnum sérfræðinga, þar á meðal lífsýnum og endanlegri krufningarskýrslu.

„Það er ljóst að þetta mun verða tímafrek rannsókn,” segir hann.

Kona um fertugt, grunuð um að hafa orðið manninum að bana, var í síðasta mánuði úrskurðuð í fjögurra vikna gæsluvarðhald til 21. nóvember.

Spurður kveðst Eiríkur hvorki geta upplýst um hvernig manninum var ráðinn bani né hvort játning liggi fyrir hjá konunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert