Allir sakfelldir en Alexander fékk sex ár

Sakborningar í málinu á leið í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr …
Sakborningar í málinu á leið í dómsal Héraðsdóms Reykjavíkur fyrr á árinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alexander Máni Björnsson var dæmdur í sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps  í Bankastræti Club málinu svokallaða. Samkvæmt dómi er honum gert að hafa veist að þremur mönnum með lífshættulegum stunguárásum á skemmtistaðnum. 

Alexander Máni Björnsson fékk sex ára dóm í Bankastræti Club …
Alexander Máni Björnsson fékk sex ára dóm í Bankastræti Club málinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Varðandi hina sakborningana 24 þá eru allir sakfelldir. Fjórir dómar skera sig þó úr og fá fjórir sakborninga 4-12 mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í málinu en þeir voru allir ákærðir fyrir alvarlega líkamsárás. 

Frá héraðsdómi í morgun.
Frá héraðsdómi í morgun. mbl.is/Eyþór

Í flestum tilfellum voru dómar hinna í málinu 60 daga skilorðsbundið fangelsi en í mörgum tilfellum var fullnustu refsingar frestað.  

Frá héraðsdómi í morgun.
Frá héraðsdómi í morgun. mbl.is/Eyþór

Málið var afar sérstakt fyrir þær sakir að 25 sakborningar voru í málinu og fóru réttarhöld fram í Gullhömrum. Þá breytti Alexander Máni framburði sínum og dró játningu til baka í tveimur stunguárásarmálanna af þremur. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is/Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert