„Ég hefði stutt vantraust“

„Ég hefði stutt vantraust,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar í Dagmálum þar sem farið var yfir atburðarás síðustu daga á þingi. Þrátt fyrir að vantrauststillaga á hendur matvælaráðherra hafi verið dregin til baka vegna veikinda hennar eru þau mál ekki úr sögunni, segja þingmenn úr bæði stjórnarliði og stjórnarandstöðu.

Í þættinum er rætt við þingmennina Þorbjörgu S. Gunnlaugsdóttur úr Viðreisn og Teit Björn Einarsson úr Sjálfstæðisflokki í tilefni nýhafins þingvetrar. Þrátt fyrir að þingflokkar þeirra hafi ekki tekið afstöðu til tillögunnar upplýsir Þorbjörg að hún hafi verið búin að ákveða að greiða atkvæði með vantrausti.

Teitur Björn er ekki jafn afdráttarlaus, en segir þó að hann geti ekki varið stjórnsýslu ráðherrans. Meðal annars, sem rætt var í þættinum, voru aðgerðir vegna hamfaranna í Grindavík, kjarasamningar, ríkisfjármálin því tengd, orkumál, útlendingamál, skautun umræðu og samkomulagið á stjórnarheimilinu.

Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er komin í veikindaleyfi.
Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra er komin í veikindaleyfi. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert