Samkomulag við ríkið í sjónmáli

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri …
Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands og Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum. Samsett mynd

Samtal hefur staðið yfir milli Blaðamannafélags Íslands og dómsmálaráðuneytisins sem gæti orðið til þess að mál félagsins gegn ríkinu vegna aðgengismála á Reykjanesi verði fellt niður.

Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélagsins, segir að eftir hvatningu dómara hafi félagið og ráðuneytið hafið samtal með það að markmiði að komast að samkomulagi um aðgengismál blaðamanna.

Á morgun er boðuð fyrirtaka í málinu fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur og segir Sigríður að hún sé vongóð um að samkomulag muni nást. „Það er stefnt að því að það takist á morgun.“

Spurð nánar út í hvað felist í samkomulaginu segir hún að farið verði yfir það á morgun, en að hún vonist að með samkomulaginu fáist nauðsynlegur aðgangur blaðamanna að hættusvæðum til framtíðar.

Í málinu fór BÍ þess á leit við ríkið að til­greina á hvaða laga­legu for­send­um blaðamönn­um hef­ur verið meinað að fara inn í Grinda­vík til þess að fjalla um elds­um­brot og fólks­flutn­inga. Hafði Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, meðal annars sett takmarkanir á aðgang blaðamanna til Grindavíkur, sem og í námunda við eldsumbrotin. Geng­ur krafa fé­lags­ins út á að öll­um tak­mörk­un­um á stöf­um þeirra í Grinda­vík sé aflétt.

Síðan stefnan var sett fram hefur lögreglustjórinn fellt niður hindranir að mestu og hafa blaðamenn haft mun greiðari aðgang að svæðinu samanber samkomulag sem gert var við lögreglustjórann á Suðurnesjum vegna aðgengismála blaðamanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert