Kaldasta byrjun apríl á öldinni

Fyrri hluti apríl hefur verið kaldur. Þetta kemur fram á bloggi Trausta Jónssonar veðurfræðings.

Á öllu svæðinu frá Breiðafirði, norður og austur um að Austurlandi að Glettingi, er þessi aprílbyrjun sú kaldasta það sem af er þessari öld. Að tiltölu hefur verið hlýjast á Suðurlandi þar sem hitinn raðast í 20. hlýjasta sæti (af 24).

Hiti er neðan meðallags síðustu tíu ára á öllum veðurstöðvum, minnst -1,4 stig í Önundarhorni undir Eyjafjöllum, en mest -5,4 stig í Svartárkoti.

Meðalhiti í Reykjavík er +0,9 stig, -2,0 neðan meðallags 1991-2020 og -2,6 stigum neðan meðallags sömu daga síðustu tíu árin. Þetta er næstkaldasta aprílbyrjun það sem af er öldinni í Reykjavík, kaldara var 2006, meðalhiti þá 0,4 stig. Hlýjastur var fyrri hluti apríl í fyrra, +5,3 stig. Á langa listanum raðast hitinn í 117. hlýjasta sæti (af 152). Hlýjasta aprílbyrjun þess tímabils var 1929, meðalhiti þá +6,6 stig. Kaldast var hins vegar 1876, meðalhiti -4,1 stig.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert