Loftmyndir ehf. gagnrýna útboð

Karl Arnar Karlsson er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf.
Karl Arnar Karlsson er framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. Samsett mynd

„Við höfum reynt að fá samtal við ráðuneytið en ekki haft erindi sem erfiði. Þá hefur ráðherra ekki haft samráð við okkur sem þó höfum sérþekkingu á sviði loftmyndatöku. Það gæti því farið svo að 30 ára saga loftmyndatöku af Íslandi og sú sérþekking sem þegar er til glatist.“

Þetta segir Karl Arnar Arnarson framkvæmdastjóri Loftmynda ehf. í athugasemd sem hann hefur sent Morgunblaðinu vegna fréttar um útboð ríkisins á loftmyndaþekju af Íslandi, en þar kom m.a. fram að sparnaður vegna þess yrði á bilinu 79 til 90 milljónir króna á ári. Verkefnið var boðið út á evrópska efnahagssvæðinu í lok síðasta árs. Loftmyndir tóku ekki þátt í útboðinu og segir Karl að ástæðan sé sú að aðgangur að myndunum verði gjaldfrjáls, en Loftmyndir selji aðgang að sínum myndum.

Hann segir eðlilegt að opinber innkaup séu boðin út en í þessu tilfelli sé ekki verið að bjóða út þá þjónustu sem Loftmyndir ehf. hafi veitt íslenska ríkinu undanfarin ár. Verið sé að leggja að jöfnu tilbúinn gagnagrunn þar sem innifalið er reglubundið viðhald.

Hægt er að nálgast umfjöllunina í heild sinni í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert