Verk og vit sett með pomp og pragt

Stórsýningin Verk og vit var sett í sjötta sinn í …
Stórsýningin Verk og vit var sett í sjötta sinn í Laugardalshöll í gær. Mynd/Aðsend

Stórsýningin Verk og vit var sett í sjötta sinn með pomp og pragt í Laugardalshöll síðdegis í gær en yfir 100 sýnendur taka þátt í sýningunni. 

Á Verk og vit kynna fyrirtæki og stofnanir í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum vörur sínar og þjónustu. Sýningin er opin fagaðilum alla sýningardagana, en almenningi gefst kostur á að heimsækja hana um helgina.

Frábært að finna kraftinn

„Það er frábært að finna kraftinn hér á þessari sýningu sem hefur skipað sér mikilvægan sess fagaðila á milli og ekki síður samtal við almenning. Mannvirkja- og skipulagsgerðin felur í sér starfsemi sem er umfangsmikil og krefst notkunar margs konar tækni og tækja,“ sagði Svandís Svavarsdóttir innviðaráðherra meðal í ávarpi sínu við opnum sýningarinnar en Ásmunur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra, og Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins, fluttu einnig ávörp.

Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Pálsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Hannesson, …
Ásmundur Einar Daðason, Áslaug Pálsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Sigurður Hannesson, framkvæmdarstjóri Samtaka iðnaðarins gera sig tilbúin til að klippa á borðann. Mynd/Aðsend

 

Samhliða sýningunni verður einnig haldin ráðstefna og aðrir viðburðir. Meðal sýnenda verða byggingaverktakar, verkfræðistofur, tækjaleigur, hugbúnaðarfyrirtæki, framleiðendur, menntastofnanir og ráðgjafafyrirtæki og er mikill hugur í þeim að gera sýninguna sem glæsilegasta. 

Velta iðnaðarins 600 milljarðar í fyrra

„Iðnaðurinn er sannarlega öflugur. Í heild sinni velti iðnaðurinn um 600 milljörðum króna í fyrra. Hann skapar um 18.000 störf og lagði um 305 milljarða króna af mörkum til landsframleiðslunnar á síðasta ári,“ sagði Sigurður Hannesson meðal annars í ræðu sinni.

Á Verk og vit kynna fyrirtæki og stofnanir í byggingariðnaði, …
Á Verk og vit kynna fyrirtæki og stofnanir í byggingariðnaði, mannvirkjagerð og skipulagsmálum vörur sínar og þjónustu. Mynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert