Helgi Áss færist nær Íslandsmeistaratitlinum

Helgi Áss og Héðinn Steingrímsson, sem er hættur keppni.
Helgi Áss og Héðinn Steingrímsson, sem er hættur keppni. Ljósmynd/Aðsend

Stórmeistarinn Helgi Áss Grétarsson færist nær Íslandsmeistaratitlinum eftir níundu umferðina á Íslandsmótinu sem fram fór í gærkvöld.

Helgi Áss gerði jafntefli við Aleksandr Domalchuk-Jonasson en á sama tíma lagði Hilmir Freyr Heimisson Vignir Vatnar Stefánsson að velli.  Þegar tveimur umferðum er ólokið er munurinn 1½ vinningur á milli þeirra.

Vignir verður nú að vinna báðar skákir sínar sem eftir eru og treysta á að Guðmundur Kjartansson tapi ekki gegn Helga í 10. umferðinni. Vignir og Helgi mætast í lokaumferðinni, sem fram fer á morgun.

Hilmir er þriðji með 5½ vinning. Guðmundur Kjartansson, sem vann Hannes Hlífar Stefánsson í gær, er í 4.-5. sæti ásamt Aleksandr með 5 vinninga.  

Tíunda og næstsíðasta umferð hefst kl. 15. Helgi teflir við Guðmund og Vignir við Hannes.

Staðan:

1. Helgi Áss Grétarsson 8 v.

2. Vignir Vatnar Stefánsson 6½ v.

3. Hilmir Freyr Heimisson 5½ v.

4..-5. Guðmundu Kjartansson og Aleksandr Domalchuk-Jonasson 5 v.

6.-8. Dagur Ragnarsson, Hjörvar Steinn Grétarsson og Hannes Hlífar Stefánsson 4½

9. Bárður Örn Birkisson, 3½ v.

10. Héðinn Steingrímsson 3 v. (hættur)

11. Lenka Ptácníková og Olga Prudnykova 2 v.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert