Skíðakríli á Akureyri

Mikil gleði hefur verið í Hlíðarfjalli síðustu daga.
Mikil gleði hefur verið í Hlíðarfjalli síðustu daga. mbl.is/Þorgeir

Tæplega 900 börn á aldrinum 4-15 ára hafa tekið þátt í Andrésar Andar-leikunum á Akureyri. Venju samkvæmt hófust leikarnir sl. miðvikudag, eða á síðasta degi vetrar, og þeim lýkur í dag.

Gísli Einar Árnason, nefndarmaður í Andrésarnefnd Skíðafélags Akureyrar, segir nefndina leggja áherslu á að skapa skemmtilegt andrúmsloft, þar sem allir geti notið sín, einkum yngstu krílin.

Að sögn Gísla eru allt að 3.000 manns að fylgjast með leikunum og börnunum 900 í Hlíðarfjalli. Leikunum lýkur með verðlauna- og viðurkenningarathöfn í dag.

Að sögn Gísla eru allt að 3.000 manns að fylgjast …
Að sögn Gísla eru allt að 3.000 manns að fylgjast með leikunum. mbl.is/Þorgeir
Leikunum lýkur í dag.
Leikunum lýkur í dag. mbl.is/Þorgeir
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert