Flaug í hringi yfir Eyjafjarðarsveit

Eins og sjá má hefur vélin flogið í marga hringi …
Eins og sjá má hefur vélin flogið í marga hringi yfir Eyjafjarðarsveit. Skjáskot/Flightradar24

Flugprófanir eru nú í gangi á flugvél Isavia á Akureyri og hefur vélinni verið flogið í ótal hringi yfir Eyjafjarðarsveit. 

Þetta staðfestir staðgengill upplýsingafulltrúa Isavia í samtali við mbl.is inntur eftir útskýringum á því hvers vegna vélin, sem er af gerðinni Beech B200 Super King Air, hefði verið flogið í hringi yfir Eyjafjarðarsveit á fjórða tímanum í dag. 

Hann segir flugprófanir sem þessar ekki óalgengar og að líklega hafi verið ákveðið að nýta tímann á meðan lítið væri að gera á Akureyrarflugvelli. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert