Í myndskeiðinu hér að ofan má sjá Blake Marnell, stuðningsmann Donald Trump, lýsa því sem hann sá er forsetaframbjóðandinn varð fyrir skotárás á kosningafundi í Pennsylvaníu í gærkvöldi. Á einum tímapunkti verður Marnell klökkur er hann lýsir því hvernig Trump stóð aftur upp og barði hnefanum upp í loftið.