Hreingerningar eru nú hafnar í Flórída-ríki eftir að fellibylurinn Helena gekk þar á land. Á eyjunni Treasure Island, sem er rétt utan stranda Flórída, eru gangstéttir þaktar leðju og hlutir á borð við sófa, rúm og ísskápa á víð og dreif fyrir utan heimili.