Meðlæti, meðlæti, meðlæti... mögulega það mikilvægasta í hverri máltíð og ekki af ástæðulausu. Þessir kartöflubátar eru mögulega það snjallasta (og bragðbesta) sem hefur rekið á fjörur okkar lengi og eru eiginlega skylduréttur í næstu almennilegu kvöldmáltíð.