Það var einlæg gleði sem skein úr andlitum gesta í Smáralind um síðustu helgi sem fengu óvæntan glaðning úr risastórum jólakassa sem búið var að reisa. Þar fengu gestir að freista gæfunnar með því að ýta á sérstakan takka og jólagjafirnar sem streymdu úr jólakassanum voru ekki af verri endanum.