mbl | sjónvarp

Býst við áróðri kröfuhafa

INNLENT  | 2. desember | 1:32 
Tilraunir verða gerðar til að hafa áhrif á umræðu um skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar og taka ber áróðri erlendra kröfuhafa með fyrirvara.

Tilraunir verða gerðar til að hafa áhrif á umræðu um skuldaniðurfellingaráform ríkisstjórnarinnar og taka ber áróðri erlendra kröfuhafa með fyrirvara.

Þetta var á meðal þess sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, sagði þegar Haraldur Johannessen, ritstjóri Morgunblaðsins, ræddi við hann og Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra, í beinni útsendingu á mbl.is í gær. Upptaka af þættinum í heild fylgir þessari frétt.

„Það eru ekki síst erlendir aðilar sem eiga mikla hagsmuni undir og þar af leiðandi með nánast ótakmarkað fjármagn til að gæta þeirra. Það er erfitt fyrir lítið land að verjast því að öllu leyti. Það er best gert með því að hafa varann á hvað umræðuna varðar og að taka hlutum sem koma úr þessari átt með fyrirvara,“ sagði Sigmundur Davíð.

 

100 daga hringferð Morgunblaðsins

Mest skoðað

Þættir

100 daga hringferð Morgunblaðsins: Fleiri þættir
Loading