Íslenska karlalandsliðið í handknattleik hefur tapað þremur leikjum í röð á Evrópumótinu í Þýskalandi.
Liðið tapaði fyrir Frakklandi í gær, 39:32, í milliriðli 1 í Lanxess-höllinni í Köln en liðið hafði áður tapað fyrir Þýskalandi í milliriðlinum og svo gegn Ungverjalandi í riðlakeppninni.
„Ég held að þetta sé ekki farið að setjast á sálartetrið hjá þeim,“ sagði Einar Örn Jónsson, fyrrverandi landsliðsmaður í handbolta og íþróttafréttamaður hjá Rúv þegar hann ræddi gengi íslenska liðsins á EM.
„Þeir vita að þeir geta miklu betur og ég held að það sitji miklu meira á sálinni hjá þeim, frekar en einhver þrjú töp í röð,“ sagði Einar Örn meðal annars.