ÞÆTTIR
| 1. ágúst | 10:53
Annie Mist Þórisdóttir átti erfitt með að leyna tilfinningum sínum í viðtali við Mbl Sjónvarp eftir sigurinn á Heimsmeistaramótinu í CrossFit sem lauk í Los Angeles í gærkvöld. CrossFit íþróttin hefur notið sívaxandi vinsælda um allan heim en til marks um það fylgdust hátt í 10 þúsund manns með úrslitunum í gær fyrir utan þá sem fylgdust með á netinu. Annie fær fyrir sigurinn tæpar 30 milljónir króna.