„Það sem mér er efst í huga er „suck it up princess“ og það gleymist ekkert og þetta er bara fast í hausnum á mér,” sagði Hjörtur Aron Þrastarson fyrir vigtunina í síðasta þætti af Biggest Loser Ísland. Vísaði hann þar til orða Gurrýjar þjálfara síns frá því í fyrri þætti þegar mataræðið hafði eitthvað verið að vefjast fyrri Hirti og hún skipaði honum að borða chia-grautinn sinn.
Frétt mbl.is: „Éttu helvítis chia-grautinn“
„Hann er bara búinn að vera ótrúlega duglegur, það er svo gaman að þjálfa fólk sem er alltaf eitthvað vælandi og allt í einu bara áttar hann sig og hættir því,“ segir Gurrý.
Svo virðist sem chia-grauturinn hafi farið vel í Hjört en hann uppskar fínan árangur á vigtinni í síðustu viku. Hann missti 4,3 kíló og 3,1% af heildarþyngd en það var besti árangur allra keppenda í síðasta þætti en hann átti jafnframt besta árangurinn í þættinum þar á undan.
Næsti þáttur af Biggest Loser Ísland verður sýndur í opinni dagskrá í Sjónvarpi Símans klukkan 20.00 í kvöld.