mbl | sjónvarp

Stundum hallærislegt að eiga mömmu sem rappar

FÓLKIÐ  | 1. mars | 8:46 
Rappdrottningin Cell 7 flutti tvö lög í bingóþættinum síðastliðinn fimmtudag en áður en hún fór á svið svaraði hún nokkrum spurningum þar sem margt áhugavert og skemmtilegt kom upp úr dúrnum. Spjallið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.

„Ég veit ekki alveg hversu töff maður þarf að vera til þess að börnunum manns finnist það,“ segir móðir íslenska kvenrappsins, Ragna Kjartansdóttir, eða Cell 7 líkt og hún kýs að kalla sig. Það eru ekki öll börn það lánsöm að eiga mömmu sem rappar á kvöldin og um helgar eða á milli þess sem hún sinnir móðurhlutverki og heimilishaldi. Ragna á hins vegar þrjú börn, þau Bjarna, Emil og Jónu, og virðist hún ekki eiga í vandræðum með að halda öllum þessum boltum á lofti, að vera rappdrottning og húsmóðir og mamma allt í senn.

„Ég er bakarameistari,“ sagði Ragna án umhugsunar þegar hún var spurð hvort hún væri meira fyrir eldamennsku eða bakstur. Sagðist hún eingöngu baka nákvæmlega eftir uppskriftum en væri ekki með drögin að þeim í hausnum. 

Cell 7 flutti tvö lög í bingóþættinum síðastliðinn fimmtudag en áður en hún fór á svið svaraði hún nokkrum spurningum þar sem margt áhugavert og skemmtilegt kom upp úr dúrnum. Spjallið við hana má sjá í spilaranum hér að ofan.

Fjölskylduskemmtun í hæsta gæðaflokki

Næstkomandi fimmtudagskvöld heldur bingófjörið áfram. Besti bingóstjóri í heimi, sjálfur Siggi Gunnars, hefur verið afar blíðlátur við bingóguðinn það sem af er vikunni og vonandi skilar það sér til bingóspilara á fimmtudaginn. Heyrst hefur að vinningar vikunnar verði trylltir! Allir sem fá BINGÓ fá vinning.

Bein útsending hefst hér á mbl.is og á rás 9 hjá Sjónvarpi Símans kl 19.00 öll fimmtudagskvöld. Allar upplýsingar má nálgast hér. 

Loading