mbl | sjónvarp

Ró skiptir öllu fyrstu dagana

FÓLKIÐ  | 2. nóvember | 12:22 
Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi á Barnaspítala Hringsins og höfundur bókarinnar Draumaland, veitir foreldrum ráð er varðar svefnvenjur barna í þættinum Börn. Arna segir það skipta miklu máli að þess sé gætt að ró sé í kringum nýbura fyrstu dagana heima fyrir.

Arna Skúladóttir, svefnráðgjafi á Barnaspítala Hringsins og höfundur bókarinnar Draumaland, veitir foreldrum ráð er varðar svefnvenjur barna í þættinum Börn. Arna segir það skipta miklu máli að þess sé gætt að ró sé í kringum nýbura fyrstu dagana heima fyrir. Barnið þarf að fá tækifæri til að venjast nýju umhverfi á sama tíma og foreldrarnir eru að kynnast þessum nýja einstaklingi og læra á hann.

Arna segir svefnvenjur mjög oft tengdar næringu, hvort heldur sem er pela eða brjóstagjöf og segir það mjög eðlilegt en stundum þarf að kenna barninu að aðskilja þetta tvennt. Hún tekur líka fram að það sé svo margt annað en næring sem getur svæft barn og líklegast sé rödd foreldris sterkasta vopnið.

Þættir

Mjólk sem rennur aldrei út
6. desember 2012
Böðum börnin í málinu
29. nóvember 2012
Rökrétt að fæða heima
23. nóvember 2012
Börn: Burt með lúsina
16. nóvember 2012
Börn: Burt með lúsina
15. nóvember 2012
Fóturinn af fyrir neðan hné
8. nóvember 2012
Að eiga systkini með fötlun
25. október 2012
Afþreying fyrir ungbörn
11. október 2012
Loading